prófanir

Almennt

Hentar axarkast í gæsanir og steggjanir?

Já svo sannarlega! Axarkast er skemmtilegt í góðra vina hópi, sama hvert tilefnið er. Við ráðleggjum að axarkastið sé skipulagt þannig að það sé snemma í dagskránni svo allir séu allsgáðir í keppninni. Enginn kastar öxum drukkinn eða undir áhrifum vímu- eða fíkniefna (því við erum ekki fávitar) og verður viðkomandi vísað frá ef svo er og fær ekki endurgreiðslu.

Er hægt að kaupa mat og drykk á staðnum?

Við seljum eingöngu gos, kaffi og nammi/snakk á staðnum. En aftur á móti er mikið úrval af veitingastöðum í göngufjarlægð sem taka vel á móti ykkur. Hægt er að panta tilbúinn mat frá þriðja aðila og njóta á staðnum en það verður að gera í samráði við starfsmenn.

Má kasta öxum í mynd af einhverjum?

Nei. Skiljið myndirnar eftir heima og njótið þess frekar að hafa gaman að lífinu í góðra vina hópi.

Eru verðlaun í boði?

Það eru ekki verðlaun í boði fyrir utan réttindi til að monta sig. En velkomið er að koma með eigin verðlaun og og krýna sigurvegara keppninnar.

Er hægt að kaupa gjafabréf?

Já, við erum með gjafabréf sem hægt er að kaupa á staðnum. Einnig erum við með boli og axir til sölu.

Hvernig bóka ég?

Farðu á bókunarsíðuna okkar. Veldu fjölda þátttakenda og fylgdu leiðbeiningum um bókun og greiðslu. Það er líka hægt að tala við okkur beint í gegnum spjallið hérna á síðunni.

Öryggismál og aðbúnaður

Er aldurstakmark?

Axarkast er svolítið fullorðins og því er 16 ára aldurstakmark. Ef þú ert svo heppin/n að líta út fyrir að vera yngri en 25 ára þá verður þú spurð/ur um skilríki.

Er þetta öruggt?

Öxum er einungis kastað inn á tómar, afgirtar brautir undir vökulu augnaráði starfsmanna. Ef þið fylgið reglum og hlustið á starfsmenn allan tíman þá er þetta mjög öruggt.

Eru ókeypis bílastæði í boði?

Já, hér er nóg af stæðum fyrir framan hús og í götunni.

Geta hreyfihamlaðir komið og tekið þátt?

Við bjóðum alla velkomna í axarkast og aðstoðum hreyfihamlaða eftir bestu getu. Vinsamlegast látið okkur vita fyrirfram svo hægt sé að gera ráðstafanir til að auðvelda aðgang.

Í hverju á ég að vera?

Þú mátt koma í grímubúning okkar vegna en ekki vera í opnum skóm. Flatir skór eru bestir og aðalatriðið er að þér líði vel. Ef fötin eða skórnir eru óþægilegir eða hindra sveifluna þína, þá ertu líklega ekki að fara að hitta í mark.

Má drekka áfengi?

Einungis eftir þitt síðasta kast! Axir og áfengi fara alls ekki saman. Sama á við vímuefni. Ef þú ert ekki í ástandi til að sveifla exi, þá færðu ekki að taka þátt og þú færð ekki endurgreitt. Þannig að gerðu öllum greiða og ekki mæta á staðinn undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Má ég koma með mína eigin exi/axir?

Almennir hópar nota eingöngu okkar eigin axir og við biðjum þátttakendur um að virða það.

Má ég taka barnið mitt með?

Börn og ungmenni undir 16 ára aldri mega að sjálfsögðu fylgjast róleg með í öruggri fjarlægð frá sjálfu axarkastinu og eru á ábyrgð foreldra eða umsjónarmanna. Við mælum með heyrnatólum á smá börn því axarkasti getur fylgt tónlist, hávaði og fagnaðarlæti.

Má ég vera með ef ég er ólétt?

Axarkast er frekar átakalítil íþrótt (svipað og t.d. keila) svo það er í raun ekki nein ástæða fyrir því að þú getir ekki verið með. En ef þú hefur einhverjar áhyggjur eða ert komin langt á leið, þá mælum við með því að þú talir við ljósmóður eða lækni áður en þú kemur.

Bókanir

Er hægt að bæta fólki við bókunina?

Já það er hægt en endilega láttu okkur vita, við gætum þurft að bæta við starfsmanni.

Er hægt að hætta við eða breyta bókuninni?

Við viljum hafa þetta eins einfalt fyrir alla og hægt er. Allir hópar þurfa að bóka með a.m.k. 48 klst. fyrirvara til að tryggja að það sé laust og hægt sé að ráðstafa starfsfólki. Það má samt alltaf hafa samband við okkur og tékka á stöðunni með minni fyrirvara. Ef upp koma neyðartilvik og þið komist alls ekki í bókaðan tíma, hafið þá samband og við reynum að finna annan tíma fyrir ykkur.

Getum við haft heila braut fyrir okkur?

Já, það er alveg hægt en þá þarf að bóka og borga fyrir alla brautina, sama hve margir taka þátt. Ein braut tekur 12 manns, tvær brautir taka 24 manns.

Hvað geta margir tekið þátt að hámarki?

Við erum með tvær brautir sem taka 12 manns hvor, samtals 24 manns. Fyrir stóra hópa getur hentað vel að vera með utanhúss axarkast – sjá meira um það hér.

General

Can I buy food and drink at Berserkir?

We do sell soda drinks, coffee and candy/snacks but no hot food. But there are plenty of good restaurants in walking distance from us.

Can I throw axes at someone’s picture?

No, we do not encourage violence in any way, even though they are „just“ pictures. Please leave the photo at home and just enjoy your time at Berserkir in good company.

Do you offer prizes for the victor?

We do not have special prices but the victor will be allowed to brag about the victory. You are more than welcome to bring your own prize and crown an axe throwing champion.

How do I book?

Please head over to our booking page, follow the instructions to book for your event online. You can also send a booking request through the chat, here or on facebook. We look forward to seeing you!

How long is one session and what do you offer?

We offer two lanes with two targets each and 12 player can compete per lane. There is always one instructor per lane and the session lasts 1-2 hours, depending on the size of the group. Before each session we give you a safety briefing and then we teach you how to throw the axes. When everyone has had their turn to practice we start tournament.

Is axe throwing suitable for stag and hen parties?

Yes absolutely! Throwing an axe is fun no matter the occasion and we welcome all kinds of groups. You need to make sure you are sober when you arrive or else we won’t let you play and you won’t get a refund.

Safety

Are we allowed to drink alcohol?

You can only have alcohol after you have finished throwing axes. Axes and alcohol together is not a good idea, and same goes for drugs. If you show up drunk or under the influence of drugs, you can not participate and you won‘t get your money back. So please do everyone a favour and arrive sober and stay sober during the event.

Can I bring my child?

Children and teenagers under the age of 16 are welcome to our facility in the company of their parents or guardians. We require that you keep an watchful eye on your children at all times during your visit. Your children must calmly remain with an adult in the viewing area, in safe distance from the axe throwing. As there will be loud noises, such as music and cheering, we do recommend that babies and young children wear headphones to keep them calm.

Can I bring my own axe?

We only use our own axes and ask you to respect that. This way nobody has an extra advantage during a competition and everything is fair.

Can I play if I’m pregnant?

This is a relatively low intensity sport, just like bowling, so if you feel comfortable then you can throw axes. If you have any concerns or are heavily pregnant you may want to speak to your midwife or doctor before booking.

Is axe throwing safe?

Yes it is very safe as long as you follow our rules and obey your instructor at all times. Our lanes are enclosed and axes are only ever thrown when they are empty. Our instructors are always present and keep an watchful eye on the participants and the axes.

Is parking available at your location?

Yes, there is plenty of fres parking in front of and close to our venue. Please do not park in the back alley though.

Is there an age limit?

Axe throwing is an adult sport so the age limit is 16 years. If you are one of the lucky ones and look under the age 25 you will be asked for ID.

What should I wear?

We don‘t really mind what you wear, as long as your toes are covered in closed shoes. Flat, comfortable shoes are the best and clothes that do not restrict your arm movements.

Bookings

Can I add more people to my booking later?

Yes, just let us know if there is a big change. We may need to add an instructor.

Can I pay a deposit, or reserve now and pay on the day?

We want to keep this as straight forward as possible. The rule is, first comes, first is served and you need to pay a full payment up front. We don’t reserve spaces. If you have an absolute emergency, we will will try to find another time for you.

Can we book our own lane?

We have two lanes, each has two targets and takes up to 12 players. If you want your group to have some privacy, that is absolutely fine but you have to book and pay for all 12 tickets.

How many can play at once?

We can maximum accommodate 24 people, in two lanes in a session of 90 minutes. If you have a bigger group then check out our outdoor axe throwing option.

What if we want to play at a different time to those listed?

We do run private events out of hours for large groups of around 24. Please contact us at info@berserkir-axarkast.is

Where is my confirmation?

Please check your inbox and spam folder and if it is not there, contact us and we will help you as soon as we can.