Við viljum bjóða alla velkomna 23. júlí á Víðistaðatún þar sem við verðum með utanhúss axarkast. Fyrsta formlega utanhúss keppnin okkar verður frá kl 17:00 – 18:30 og verður hægt að skrá sig á staðnum.
Dagskrá:
14:00 – 17:00 – Opinn tími fyrir alla sem vilja prófa og æfa sig fyrir keppni
17:00 – 18:30 – Keppni (fer eftir fjölda keppenda)
19:00 – 21:00 – Opinn tími fyrir alla sem vilja prófa
Það kostar ekkert að kasta fyrir og eftir keppni en keppnisgjaldið er 2.500 kr. Við erum ekki með posa á staðnum en hægt er að borga með peningum eða millifæra á okkur.
Ekkert aldurstakmark er hjá okkur til að prófa en börn undir 16 ára aldri þurfa að vera með foreldri eða forráðamanni á staðnum sem gefa leyfi