Spurt og svarað

Almennt

Er hægt að kaupa gjafabréf?

Já, við erum með gjafabréf sem hægt er að kaupa á staðnum eða á netinu í gegnum YAY og Gjafakaup. Einnig erum við með boli og axir til sölu.

Er hægt að kaupa mat og drykk á staðnum?

Við seljum eingöngu gos, kaffi og nammi/snakk á staðnum. En aftur á móti er mikið úrval af veitingastöðum í göngufjarlægð sem taka vel á móti ykkur. Hægt er að panta tilbúinn mat frá þriðja aðila og njóta á staðnum en það verður að gera í samráði við starfsmenn.

Eru verðlaun í boði?

Það eru ekki verðlaun í boði fyrir utan réttindi til að monta sig. En velkomið er að koma með eigin verðlaun og og krýna sigurvegara keppninnar.

Hentar axarkast í gæsanir og steggjanir?

Já svo sannarlega! Axarkast er skemmtilegt í góðra vina hópi, sama hvert tilefnið er. Við ráðleggjum að axarkastið sé skipulagt þannig að það sé snemma í dagskránni svo allir séu allsgáðir í keppninni. Enginn kastar öxum drukkinn eða undir áhrifum vímu- eða fíkniefna (því við erum ekki fávitar) og verður viðkomandi vísað frá ef svo er og fær ekki endurgreiðslu.

Hvernig bóka ég?

Farðu á bókunarsíðuna okkar. Veldu fjölda þátttakenda og fylgdu leiðbeiningum um bókun og greiðslu. Það er líka hægt að tala við okkur beint í gegnum spjallið hérna á síðunni.

Má kasta öxum í mynd af einhverjum?

Nei. Skiljið myndirnar eftir heima og njótið þess frekar að hafa gaman að lífinu í góðra vina hópi.

Öryggismál og aðbúnaður

Er aldurstakmark?

Axarkast er svolítið fullorðins og því er 16 ára aldurstakmark, nema í fylgd með fullorðnum.

Er þetta öruggt?

Öxum er einungis kastað inn á tómar, afgirtar brautir undir vökulu augnaráði starfsmanna. Ef þið fylgið reglum og hlustið á starfsmenn allan tíman þá er þetta mjög öruggt.

Eru ókeypis bílastæði í boði?

Já, hér er nóg af stæðum fyrir framan hús og í götunni.

Geta hreyfihamlaðir komið og tekið þátt?

Við bjóðum alla velkomna í axarkast og aðstoðum hreyfihamlaða eftir bestu getu. Vinsamlegast látið okkur vita fyrirfram svo hægt sé að gera ráðstafanir til að auðvelda aðgang.

Í hverju á ég að vera?

Þú mátt koma í grímubúning okkar vegna en ekki vera í opnum skóm. Flatbotna skór eru bestir og aðalatriðið er að þér líði vel. Ef fötin eða skórnir eru óþægilegir eða hindra sveifluna þína, þá ertu líklega ekki að fara að hitta í mark.

Má drekka áfengi?

Einungis eftir þitt síðasta kast! Axir og áfengi fara alls ekki saman. Sama á við vímuefni. Ef þú ert ekki í ástandi til að sveifla exi, þá færðu ekki að taka þátt og þú færð ekki endurgreitt. Þannig að gerðu öllum greiða og ekki mæta á staðinn undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Má ég koma með mína eigin exi/axir?

Almennir hópar nota eingöngu okkar eigin axir og við biðjum þátttakendur um að virða það.

Má ég taka barnið mitt með?

Börn og ungmenni undir 16 ára aldri mega að sjálfsögðu fylgjast róleg með í öruggri fjarlægð frá sjálfu axarkastinu og eru á ábyrgð foreldra eða umsjónarmanna. Við mælum með heyrnatólum á smá börn því axarkasti getur fylgt tónlist, hávaði og fagnaðarlæti.

Má ég vera með ef ég er ólétt?

Axarkast er frekar átakalítil íþrótt (svipað og t.d. keila) svo það er í raun ekki nein ástæða fyrir því að þú getir ekki verið með. En ef þú hefur einhverjar áhyggjur eða ert komin langt á leið, þá mælum við með því að þú talir við ljósmóður eða lækni áður en þú kemur.

Bókanir

Er hægt að bæta fólki við bókunina?

Já það er hægt en endilega láttu okkur vita, við gætum þurft að bæta við starfsmanni.

Er hægt að hætta við eða breyta bókuninni?

Við viljum hafa þetta eins einfalt fyrir alla og hægt er. Allir hópar þurfa að bóka með a.m.k. 48 klst. fyrirvara til að tryggja að það sé laust og hægt sé að ráðstafa starfsfólki. Það má samt alltaf hafa samband við okkur og tékka á stöðunni með minni fyrirvara. Ef upp koma neyðartilvik og þið komist alls ekki í bókaðan tíma, hafið þá samband og við reynum að finna annan tíma fyrir ykkur.

Getum við haft heila braut fyrir okkur?

Við erum með tvær brautir og á hvorri braut eru tvö skotmörk. Við blöndum ekki hópum saman á brautir en það gæti verið annar hópur sem notar þá hina brautina. Stórir hópar nota báðar brautirnar.

Hvað geta margir tekið þátt að hámarki?

Við erum með tvær brautir sem taka 12 manns hvor, samtals 24 manns. Fyrir stóra hópa getur hentað vel að vera með utanhúss axarkast – sjá meira um það hér.