Breytingar á starfsemi

Innanhús aðstaða Berserkja axarkast lokar 29.apríl

Því miður er leigusamningur okkar að renna út og ekki möguleiki að framlengja. Þrátt fyrir tilraunir höfum við ekki náð að finna heppilegt húsnæði fyrir okkur. Því lítur allt út fyrir að við getum ekki boðið uppá innanhús axarkast í bili. Enn verður þó hægt að panta okkur í viðburði utanhúss.

Við viljum því hvetja fólk sem eiga gjafabréf, hafa verið á leiðinni að prófa eða þá sem vilja koma aftur, að nýta tækifærið í apríl og panta tíma.

Ef einhver telur sig hafa heppilegt húsnæði eða vill koma í samstarf með okkur þá má endilega hafa samband við okkur í gegnum messenger eða í síma 6440456