Covid-19

Vegna COVID-19 – uppfært 25. maí 2020.

Fjöldatakmarkanir falla úr gildi svo við tökum við 24 innanhúss en stærri hópar geta bókað utanhúss axarkast – sjá hér hvernig er hægt að bóka.

Almenni opnunartíminn um helgar byrjar aftur 6. júní og er milli kl 14-17 en hægt er að bóka aðra tíma. Fyrir þá hópa sem vilja vera einir á svæðinu er best að koma utan þess tíma og taka það fram við bókun.

Við sótthreinsum axir og alla almenna snertifleti á milli hópa. Við viljum biðja alla sem hafa einhver flensu- eða kvefeinkenni að halda sig heima.

Við fylgjum leiðbeiningum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis og uppfærum skv. fyrirmælum frá þeim.