Covid-19

Vegna COVID-19 – uppfært 15. febrúar 2021.

Við tökum á móti hópum en það þarf að bóka fyrirfram, miðað við 20 manna samkomutakmarkanir geta hópar verið allt að 18 manns og svo eru tveir starfsmenn. Það er grímuskylda hjá okkur, hægt að kaupa grímur hjá okkur á 100kr eða koma með eigin. Axir eru sótthreinsaðar á milli hópa.

Hægt er að bóka með því að senda skilaboð hér á facebook, hringja í síma 546-0456 eða senda póst á info@berserkir-axarkast.is.

Vinsamlega komið ekki ef þið hafið einhver flensu einkenni.

Við fylgjum leiðbeiningum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis og uppfærum skv. fyrirmælum frá þeim.