Íslandsmeistaramót

Íslandsmeistaramótið í axarkasti verður haldið 19. nóvember 2023 hjá Berserkjum í Hjallahrauni 9 kl 14:00.

Keppnisgjaldið er 8.000 kr. og fer hluti af því í verðlaunafé.

Innifalið í keppnisgjaldinu eru þrjár opnar æfingar fram að móti. Æfingar eru á sunnudögum kl 12-14. Öllum er velkomið að taka þátt og þeir sem hafa ekki kastað öxum áður og komast ekki á æfingar geta fengið kennslu um helgar skv samkomulagi við Berserki.

Hægt er að greiða keppnisgjaldið á æfingum eða millifæra á reikning 0133-26-013699 og kennitöla 560218-0790. Fyrir millifærslur sendið kvittun á info@berserkir-axarkast.is með fullu nafni (eða kennitölu) keppanda sem skýringu.

Æfingahópurinn er með sér Facebook hóp, allir áhugasamir um æfingar í axarkasti eru velkomnir í þann hóp.

Go to english version