Berserkjamót

Fyrsta Berserkjamótið í axarkasti verður haldið 23. febrúar 2019 hjá Berserkjum í Hjallahrauni 9 kl 16:00.

Keppnisgjaldið er 5.000 kr. og fer helmingurinn í verðlaunafé. Innifalið í keppnisgjaldinu eru einnig þrjú æfingarkvöld en þau verða alla miðvikudaga frá og með 30. janúar fram að móti kl 19-21 .

Það er öllum velkomið að taka þátt. Þeir sem hafa ekki kastað öxum áður og komast ekki á æfingakvöldin geta fengið kennslu fyrr um daginn þann 23. febrúar.

Til að greiða keppnisgjöldin er hægt að leggja inná reikning Berserkja 0133-26-013699 og kennitala 560218-0790. Senda kvittun á info@berserkir-axarkast.is með fullu nafni (eða kennitölu) keppanda sem skýringu. Einnig er hægt að greiða keppnisgjaldið á staðnum þegar komið er á æfingu. Keppisgjöld þarf að greiða í síðasta lagi viku fyrir mót eða 16. febrúar.

Eftir keppnina, kl 18 verður kynningarhóf þar sem við bjóðum öllum styrktaraðilum okkar í söfnuninni hjá Karolina Fund í desember 2018. Ástæðan söfnunarinnar var að fá aðstoð til að gera axarkast að keppnisíþrótt. Keppendum og áhorfendum er velkomið að vera áfram í kynningarhófinu og þiggja veitingar.

Skráningu er lokið