Vormót

Vormót í axarkasti verður haldið 8. mars 2020 hjá Berserkjum í Hjallahrauni 9 kl 15:30.

Keppnisgjaldið er 8.000 kr. og eru þrjár æfingar innifaldar í því. Æfingar eru á miðvikudögum kl 19-21 en einnig er velkomið að æfa á sunnudögum og þá er opið kl 14-17. Gjaldið fyrir hverja æfingu er 2.000 kr en einnig er hægt að kaupa 10 skipti á 18.000 kr.

Það er öllum velkomið að taka þátt. Þeir sem hafa ekki kastað öxum áður og komast ekki á æfingar geta fengið kennslu fyrr um daginn þann 8. mars.

Til að greiða keppnisgjöldin er hægt að leggja inná reikning Berserkja 0133-26-013699 og kennitala 560218-0790. Senda kvittun á info@berserkir-axarkast.is með fullu nafni (eða kennitölu) keppanda sem skýringu. Einnig er hægt að greiða keppnisgjaldið á staðnum þegar komið er á æfingu.

Go to english version

 

Skráningu er lokið