Vormót og afmæli Berserkja

Berserkir verða 5 ára í maí og í tilefni dagsins ætlum við að halda vormót og afmælisveislu. Allir eru velkomnir í afmælið og þeir sem koma fá að kasta öxum. Léttar veitingar verða í boði og þætti okkur vænt um að vinir og fjölskylda komi til að skála með okkur.

  • 14:00-16:00 Hús opnar og upphitun fyrir vormót
  • 16:00-18:00 Vormót
  • 18:00-20:00 Afmælisveisla, hefst í beinu framhaldi af mótinu

Keppnisgjaldið er 6.000 kr. og eru þrjár æfingar innifaldar í því ásamt upphitun á keppnisdegi. Æfingarnar eru miðvikudaginn 26. apríl kl 19-21, sunnudaginn 30. apríl kl 12-14 og miðvikudaginn 3. maí kl 19-21.
Það er öllum velkomið að taka þátt. Þeir sem hafa ekki kastað öxum áður og komast ekki á æfingar geta fengið kennslu fyrr um daginn þann 22. maí.

Til að greiða keppnisgjöldin er hægt að leggja inná reikning Berserkja 0133-26-013699 og kennitala 560218-0790. Senda kvittun á info@berserkir-axarkast.is með fullu nafni (eða kennitölu) keppanda sem skýringu. Einnig er hægt að greiða keppnisgjaldið á staðnum þegar komið er á æfingu.

Go to english version